2.2.2009 | 23:44
Ótrúleg forgangsröðun frétta hjá Sjónvarpinu!
Fyrst er rétt að taka fram að mér þykja fréttamenn Sjónvarpsins almennt hafa staðið sig afar vel í fréttaflutning síðustu mánuðina síðan bankahrunið mikla varð í október. Sjónvarpið hefur sinnt vel því hlutverki sínu að bera okkur almenningi fréttir af ástandi mála og skapa þingmönnum og ýmsum embættismönnum í lykilstöðum aðhald með gagnrýnum fréttaflutningi. En nú að erindinu.
Það er ekki oft sem mér ofbýður það sem fram kemur í fréttum þessa dagana og við Íslendingar erum orðnir ýmsu vanir í þeim efnum en í gær varð ég algerlega orðlausn yfir taktlausri forgangsröðun í dagsskrá Sjónvarpsins tengdum blaðamannafundi er ný ríkisstjórn Íslands kynnti stefnuskrá sína. Ég tek fram að sjálfur hef ég stundað keppnisíþróttir í 30 ár og tel mig hafa góðan skilning á gildi íþrótta en að taka handboltaleik tveggja erlendra ríkja fram yfir fréttamannafund þar sem framtíð íslensku þjóðarinnar er kynnt finnst mér ótrúleg forgangsröðun. Það var klippt á Steingrím J. Sigfússon nýjan fjármálaráðherra þjóðarinnar í miðri ræðu til að koma að íþróttakappleik! Síðar var tilkynnt með skjátexta að afganginum af fundinum yrði sjónvarpað í hálfleik en aftur gerðist það sama - það var klippt á fundinn þegar leikurinn byrjaði að nýju.
Þetta segi ég að hafi verið hrópleg óvirðing við alþingismenn og aðra sem eru að reyna að bjarga þjóðinni úr hinu alvarlega kreppuástandi en þó fyrst og fremst móðgun við fólkið í landinu sem verður nú grimmilega fyrir barðinu á ástandinu. Ef þið ágætu stjórnendur RÚV haldið að fólkið í landinu hafi nú um stundir meiri áhuga á íþróttakappleik en stjórnmálalegri framtíð Íslands þá held ég að þið séuð á regin villigötum í forgangsröðun sjónvarpsefnis.
Sigurður Arnar Ólafsson
Um bloggið
Sigurður Arnar Ólafsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkissjónvarpið hefur örugglega gengið fram af mjög mörgum með því að rjúfa útsendingu fundar þegar ný ríkistjórn var að kynna stefnumálin og ráðherralistann. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur margoft lagt áherslur á skyldur ríkisútvarpsins til að koma mikilvægum skilaboðum til þjóðarinnar. Þetta er auðvitað alveg rétt og RUV hefur þessar skyldur og þiggur til þess fé af fjárlögum.
Á sunnudaginn brást það þessum skyldum sínum gjörsamlega, því hvað er mikilvægara fyrir þjóðina en að heyra boðskap nýrrar ríkisstjórnar. Mér finnst ekki skipta máli hvorum væng stjórnmálanna ráðherra tilheyra.
Það skiptir ekki máli hvort þjóðin er á barmi gjaldþrots, stjórnarmyndunin er talinn heimsviðburður vegna jafnréttis, fyrsti kvenforsætisráðherra að taka við völdum eða að Heimastjórnin íslenska væri 105 ára.
Þó ekkert af þessum merkisatburðum hefðu ekki verið til staðar, hefði samt átt að senda fundinn allan út beint og láta íþróttaleikinn bíða. Það er í mínum huga kristaltært.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.